Vísitölutenging leikskólagjalda

IMG_2077-001

Þrátt fyrir fögur orð og einlægjan vilja fræðsluráðs um börn og barnafjölskyldur þá hefur ekki tekist að afnema vísitölutengingu leikskólagjalda í Vestmannaeyjum. Fyrir Heimaey er með á stefnuskrá sinni að afnema vísitölutenginu leikskólagjalda.

Leikskólagjöld miðað við 8 tíma með fæði í janúar 2017 voru orðin dýrust í Vestmannaeyjum af 14 öðrum sveitarfélögum sem borin eru árlega saman. Eftir greinarskrif var í framhaldi brugðist við háum leikskólagjöldum þó ekki vandræðalaust. Orðrétt var bókað í fræðsluráði 26. september 2017 ,,Fræðsluráð samþykkir því að lækka dagvistunargjöld leikskóla um 12,9% eða úr 3.616 kr./klst. niður í 3.150 kr./klst.‘‘. Þar með varð upplýst að fræðsluráð vissi ekki hver rétt gjaldskrá var því 1. ágúst 2017 var hún 3.898 kr. Undirbúningsvinna þeirra sem sitja í ráðinu var einfaldlega ekki nógu góð.

Í febrúar bókaði ráðið: ,,Til að tryggja að tenging við vísitölu verði ekki til að hækka gjaldskrár umfram það sem almennt gerist hefur ráðið reglulega tekið saman gögn um gjaldskrár annarra sveitarfélaga og leiðrétt sínar gjaldskrár í samræmi við það.‘‘

Áfram fögur orð og rétt að skoða þróun gjalda í Vestmannaeyjum í samanburði við Hafnarfjörð sem hefur verið ofan við miðju er kemur að leikskólagjöldum.

Dæmi hver fyrir sig um reglulega samantekt á gögnum og leiðréttingar. Eitt er víst að það þarf kjark til að breyta og áfram hækkar vísitalan leikskólagjöldin í Vestmannaeyjum.

Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hefur á stefnuskrá sinni að binda endi á vísitölutengingu leikskólagjalda í Vestmannaeyjum.

Kjósum með hjartanu – Fyrir Heimaey – Setjum X við H.

 

Elís Jónsson

 

Höfundur skipar 3. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.